Fréttir


Fréttasafn: 2011

Fyrirsagnalisti

New national hospital

Nýr Landspítali: Slys aldarinnar? - 29. desember 2011

Látið er að því liggja að bygging nýs Landspítala verði fjármögnuð fyrir sparifé landsmanna í lífeyrissjóðum sem verði fengið að láni og hafa margir af stærstu lífeyrissjóðunum undirritað viljayfirlýsingu þar að lútandi. Þá hefur verið talað um að „hagræðing muni borga byggingarkostnaðinn"! Þannig að við getum komið út í stórgróða, fengið spítalann gefins! Maður fyllist bara lotningu yfir svo mikilli reiknilist.

Lesa meira
New national hospital

Nýr Landspítali: Slys aldarinnar? - 28. desember 2011

Nýr Landspítali hefur verið á teikniborðinu frá því fyrir aldamót. Fjöldi starfsmanna spítalans hefur verið á launaskrá vegna verkefnisins og sérfræðingar erlendir sem innlendir hafa verið ráðnir til þess að undirbúa framkvæmdir. Af forvarsmönnum spítalans hefur því verið haldið á lofti að hinir erlendu aðilar hafi tvívegis komist að sömu niðurstöðu varðandi staðsetningu spítalans við Hringbraut. Látið að því liggja að um hafi verið að ræða „hlutlausa" aðila. Staðreyndin er engu að síður sú að þessum aðilum hefur frá upphafi verið fullkunnugt um álit forsvarsmanna spítalans: Að hafa spítalann á Hringbrautarsvæðinu. Dæmi nú hver fyrir sig um „hlutleysi".

Lesa meira
New national hospital

Hvað felst í einu orði? - 15. desember 2011

Því er ekki að neita að undirritaður varð fyrir miklum vonbrigðum með það hvernig fyrirhuguð nýbygging Landspítalans var afgreidd með einu einasta orði í síðasta hefti Lyfjatíðinda: „risaspítali”. Skilja mátti hugarflug ritstjórans sem svo að núverandi byggingar, sem flestar eru 30 til 80 ára gamlar, væru fullgóðar fyrir starfsemina, á sama hátt og flugstöðin gamla við Reykjavíkurflugvöll væri „alveg passleg fyrir 300 þúsund manna örsamfélag.” Landspítalinn er þó alls ekki gömul, lúin og vinaleg flugstöð. Hann er í dag hátæknisjúkrahús með 40 sérgreinum lækninga og 20 sérþjónustugreinum sem taka við rúmlega 100 þúsund nýjum sjúklingum árlega í um það bil 450 þúsund heimsóknum. Þar eru gerðar um 14 þúsund skurðaðgerðir og um 1,5 milljónir sérhæfðra rannsókna af ýmsu tagi.

Lesa meira
New national hospital

Bygging nýs Landspítala hagkvæm til lengri og skemmri tíma - 16. nóvember 2011

Hátt í þrír milljarðar króna sparast árlega í rekstri Landspítala ef ráðist verður í fyrirhugaðar nýbyggingar og starfsemin þar sameinuð við Hringbraut. Þetta er meginniðurstaða norska ráðgjafafyrirtækisins Hospitalitet AS en ítarleg skýrsla þess kom út í síðustu viku. Aðferðafræðin er hin sama og fyrirtækið hefur beitt við mat á öðrum svipuðum framkvæmdum á Norðurlöndum. 

Lesa meira
New national hospital

Forgangsröðum til framtíðar - 31. október 2011

Við lifum á viðsjárverðum tímum. Ekki vegna þess að hér hrundi heilt bankakerfi, heldur vegna þess að undir handleiðslu „norrænnar velferðarstjórnar" hefur mannúð lotið í lægra haldi fyrir pólitískum gæluverkefnum. Þarfir borgaranna víkja fyrir þörfum steingeldrar hugmyndafræði alræðisvaldsins. Ungir sem aldnir fá nú að finna hvernig það er að búa í einræðisríkjum.

Lesa meira
New national hospital

Meira um nýjan Landspítala - 22. október 2011

Um fátt er eins mikið rætt um þessar mundir og nýbyggingu Landspítalans sem áætlað er að rísi við Hringbraut á næstu misserum og sýnist sitt hverjum. Hæst heyrist í efasemdaröddum; að við þurfum ekki meiri steypu, að flest heilbrigðisstarfsfólk sé farið til útlanda og að staðarvalið sé afleitt.

En hvers vegna þurfum við nýjan Landspítala? Ein aðalástæðan er sú að undanfarna áratugi hefur mikil þróun átt sér stað í heilbrigðisvísindum sem kallar eftir því að sjúklingum standi einbýli með salerni til boða. Sjúklingar eru mun veikari en áður og því viðkvæmari fyrir sýkingum, sem stundum fylgja öðrum sjúklingum. Núverandi húsnæði Landspítalans er reist fyrir einfaldari heilbrigðisþjónustu heldur en rekin er í dag og fullnægir ekki þörfum mikið veikra einstaklinga.  

Lesa meira
New national hospital

Hvað varð um símapeningana í stækkun Landspítalans? - 21. október 2011

Ein af fjölmörgum spurningum sem berast vegna fyrirhugaðrar stækkunar á Landspítala er um símapeningana eða í raun fullnustu laga nr. 133/2005. Lögin snérust um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf., en í 3. gr. laganna segir að verja skuli samtals 18.000 milljónum kr. til uppbyggingar Landspítala – háskólasjúkrahúss á lóð stofnunarinnar við Hringbraut í Reykjavík.

Lesa meira
New national hospital

Nýtt háskólasjúkrahús rísi í Fossvogi - 19. október 2011

Sitt sýnist hverjum um nýtt sjúkrahús, sem ætlunin er að reisa við Hringbraut. Hingað til hafa helstu óánægjuraddir borist frá íbúum Þingholtanna auk áhugamanna um skipulagsmál, en verkefnið sætir nú æ meiri andstöðu meðal heilbrigðisstarfsfólks, þó minna hafi farið fyrir henni opinberlega. 

Lesa meira
New national hospital

Framtíðarskipulag Landspítala Íslands við Hringbraut - 7. október 2011

Tillaga að framtíðarskipulagi Landspítala Íslands við Hringbraut hefur verið í almennri kynningu síðastliðinn mánuð. Skipulagsdrögin hafa verið til sýnis í anddyri Ráðhússins og í þjónustuverinu á Höfðatorgi en einnig er hægt að skoða kynningargögnin á www.reykjavik.is. Tekið var á móti ábendingum og athugasemdum vegna skipulagsins til 1. september og nú er verið að flokka og fara yfir þau bréf sem bárust.

Lesa meira
New national hospital

Nýbygging Landspítalans og Háskóla Íslands – af hverju? - 7. september 2011

Bygging nýs húss yfir sameiginlega starfsemi Landspítalans og Háskóla Íslands á sér langan aðdraganda. Umræða hófst fyrir alvöru fyrir tæpum 15 árum í aðdraganda sameiningar sjúkrahúsanna í Reykjavík sem varð um mitt ár 2000. Um 2-3 árum síðar var hinni nýju spítalabyggingu valinn staður á Grænuborgartúni, á lóð Landspítalans við Hringbraut. Nálægð við háskólann vóg þar mjög þungt. Meginrök fyrir sameiningu spítalanna á sínum tíma, að minnsta kosti í huga starfsmanna, voru efling starfsemi spítalans, að bæta þjónustu hans við sjúklinga og að styðja hann og styrkja sem vísindastofnun og kennslustofnun. Með öðrum orðum tilgangurinn var sá að efla spítalann sem háskólasjúkrahús.

Lesa meira
New national hospital

Staða háskólasjúkrahúss Íslendinga nú og í framtíðinni - 14. febrúar 2011

Á undanförnum áratugum hefur orðið gríðarlega mikil framþróun í meðferð og greiningu sjúkdóma og þekkingu fleygt fram með sífellt meiri hraða. Ein helsta skýring þessarar framþróunar er aukin sérhæfing meðal heilbrigðisstarfsmanna, þekking hvers og eins dýpkar en á móti verður breidd þekkingar hvers þeirra minni, með öðrum orðum; menn vita meira og meira um minna og minna. Til að þessi aukna þekking nýtist þarf hópurinn sem starfar saman að stækka í hlutfalli við aukna sérhæfingu. Þetta gildir ekki einungis um heilbrigðisvísindi heldur alla háþróaða starfsemi.

Lesa meira