Fréttasafn: júní 2006

Fyrirsagnalisti

New national hospital

Enn um húsnæðismál LSH - 22. júní 2006

Með stuttu millibili hafa birst tvær greinar í Morgunblaðinu sem fjalla um þá aðstöðu sem sjúklingum og starfsfólki er búin á Landspítala - háskólasjúkrahúsi (LSH). Önnur ber yfirskriftina Viltu vinna á LSH og er eftir Kristján Guðmundsson lækni og hin er Orðskrípið hátæknisjúkrahús sem Hjalti Már Bjarnason læknir skrifar. Í báðum tilfellum er um að ræða orð sem eru í tíma töluð. Mig langar aðeins að halda áfram á sömu braut.

Lesa meira
New national hospital

Landspítalinn í blíðu og stríðu - 21. júní 2006

Rekstur Landspítala (LSH) var í jafnvægi á árinu 2005 og rekstrarkostnaður á föstu verðlagi hefur staðið í stað í sex ár. En starfsfólkið stynur undan vinnuálagi og ógleðinni sem fylgir dvínandi hollustu við spítalann. Er sameining spítalanna, sem átti að auka fjárhagslega hagkvæmni að ganga of nærri starfsemi sjúkrahússins og þar með þjónustunni við sjúklinga? Er þetta dæmi um að aðgerðin sé að takast, en sjúklingurinn að deyja?

Lesa meira
New national hospital

Ný bráðadeild á nýjum spítala - framtíð bráðaþjónustu við Landspítala - háskólasjúkrahús - 15. júní 2006

Umfang bráðaþjónustu LSH 
Árlega leita um 100.000 manns á bráðamóttökur Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH).  Bráðaþjónusta sjúkrahússins er í dag veitt á fimm stöðum, þ.e. á barnaspítala, kvennasviði, geðsviði og bráðamóttöku við Hringbraut, auk  slysa- og bráðadeildar í Fossvogi.  Í nýjum spítala við Hringbraut er gert ráð fyrir einni sameiginlegri bráðadeild sem mun leiða til mikils hagræðis fyrir starfsemina.  Gera má ráð fyrir því að við opnun hinnar nýju deildar hafi árlegum komum fjölgað í 125.000, um 340 manns daglega eða 14 manns á hverjum klukkutíma.  Það verður nóg að gera á nýrri bráðadeild!  Þetta aukna umfang starfseminnar má að stórum hluta rekja til breytingar á aldursamsetningu þjóðarinnar.  Fjölmennar kynslóðir eftirstríðsáranna eru að eldast og auknum aldri fylgja langvinnir sjúkdómar sem setur miklar kröfur á bráðastarfsemi sjúkrahúsa. 

Lesa meira
New national hospital

Nýr Landspítali hvers vegna og hvar? - 13. júní 2006

Það hefur komið starfsfólki Landspítala - háskólasjúkrahúss á óvart undanfarnar vikur, að neikvæð umræða um nýja byggingu fyrir spítalann skuli hafa skotið upp kollinum og jafnvel freistað nokkurra stjórnmálamanna til að gæla við þá hugmynd að fresta eða endurskoða þær ákvarðanir, sem teknar hafa verið eftir mikla og vandaða undirbúningsvinnu. 

Lesa meira
New national hospital

Úrræðaleysi í hjúkrun á Landspítala - 12. júní 2006

Ég undirrituð get því miður ekki lengur orða bundist vegna úrræðaleysis á Landspítala, í Fossvogi sem og á fleiri stöðum. Ég á ástvin, stjúpföður, sem er með Parkinson og hefur verið mjög veikur og hefur verið á sjúkrahúsi síðan 16. desember 2005. Þannig að manneklan hefur ekki farið framhjá mér fremur en öðrum aðstandendum. Aðstaðan, umönnun, og fleira er til háborinnar skammar og engum bjóðandi, hvorki börnum né eldra fólkinu, sem allt sitt líf hefur unnið hörðun höndum, verður veikt og fær engan veginn þá ummönun og þjónustu sem allir eiga rétt á í þessu svokallaða velferðarþjóðfélagi!

Lesa meira
New national hospital

Hönnun nýrrar heilbrigðisþjónustu - 10. júní 2006

Samtök atvinnulífsins bætast nú í hóp þeirra sem lýsa efasemdum um fyrirhugaðar framkvæmdir svonefnds hátæknisjúkrahúss í Vatnsmýri. Formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga ÖBÍ ályktuðu þann 9. febrúar að heildarsamtök fatlaðra, sjúkra og aldraðra skyldu hið fyrsta koma að málinu. Fundurinn lagði á það áherslu að allir kostir væru gaumgæfilega skoðaðir varðandi nýtt hátæknisjúkrahús með fulltrúum notenda þjónustunnar. Mestu máli skipti að komið væri til móts við brýnustu þarfir þeirra um leið og vandað væri til uppbyggingar sjúkrahúsþjónustu, eins og þar sagði. ÖBÍ hefur ekki lýst yfir andstöðu við fyrirhugaðar framkvæmdir í Vatnsmýri en mikillar óánægju gætir með skort á samráði við notendur og framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu.

Lesa meira
New national hospital

Orðskrípið hátæknisjúkrahús - 8. júní 2006

Af einhverjum ástæðum hefur umræðan í þjóðfélaginu um byggingu á nýju húsnæði fyrir Landspítala - háskólasjúkrahús farið í undarlegan farveg. Iðulega er orðið hátæknisjúkrahús notað þegar málið er rætt og í framhaldi af því hefur umræðan þróast í að fjalla um hvort þjóðin þurfi yfir höfuð meiri hátæknilækningar, hvort ekki sé betra að verja fjármunum í að bæta grunnþjónustu. Málið snýst hins vegar ekki um það.

Lesa meira
New national hospital

Nýtt háskólasjúkrahús frá grunni - eða á gömlum grunni? - 2. júní 2006

Eins og öllum er kunnugt stendur fyrir dyrum uppbygging á nýju húsnæði fyrir Landspítala neðan gömlu Hringbrautarinnar í Reykjavík. Deilur hafa risið um staðsetninguna eftir að deiliskipulag var kynnt og í ljós kom að fyrirhuguð er gríðarstór, fremur lágreist bygging, sem mun dreifast yfir víðáttumikið flæmi í Vatnsmýrinni. Í umræðunni vill þó gleymast hvað rekur menn til verksins - og ekki síður, að annar valkostur er fyrir hendi á lóð Landspítala við Hringbraut, en sá valkostur hefur næstum enga umræðu fengið.

Lesa meira