Fréttasafn: maí 2012

Fyrirsagnalisti

New national hospital

Svar við bréfi Sighvats - 25. maí 2012

Í stuttri grein Sighvats Björgvinssonar í Fréttablaðinu 24. maí sl. þar sem hann þakkar fyrir svar mitt við grein hans í sama blaði mánudaginn 21. maí ber hann enn fram nokkrar spurningar sem sjálfsagt er að svara. 

Lesa meira
New national hospital

"Nýja háskólasjúkrahúsið - kjarni málsins" - 25. maí 2012

Í aðsendri grein Sighvats Björgvinssonar þ. 21. maí 2012 greinir Sighvatur snöfurmannlega kjarnann frá tittlingaskít og aukaatriðum og dregur fram nokkrar spurningar sem hann telur að menn hafi látið hjá líða að ræða, þá sennilega vegna þess að menn treysti sér ekki í slíka umræðu.

Það er rétt að þessi atriði hafa ekki verið mjög áberandi í almennri umræðu og það er mikilvægt að nú skuli loksins kominn fram aðili, sem ekki eigi beinna hagsmuna að gæta og treysti sér til að kveða upp úr um að megnið af allri hinni frjálsu umræðu hingað til, hafi í raun verið um aukaatriði.

Lesa meira
New national hospital

Öflugt sjúkrahús - kjarni málsins - 23. maí 2012

Um þessar mundir er í nágrannalöndum Íslands víða verið að rífa sjúkrahúsbyggingar sem ekki eru nema örfárra áratuga gamlar. Nýbyggingar eru reistar til þess að mæta þörfum sem stórstígar breytingar á starfsemi sjúkrahúsa gera kröfu um eigi þjónusta við sjúklinga áfram að vera í takti við nútímann.

Lesa meira
New national hospital

Nýr Landspítali í augsýn - 9. maí 2012

Stefnt er að því að stærri Landspítali verði að veruleika á næstu árum með frekari uppbyggingu spítalans við Hringbraut. Fyrirhuguð stækkum felur í sér brýnar úrbætur í heilbrigðismálum þjóðarinnar, en nefna má að starfsemi spítalans fer nú fram á 17 stöðum í nærri  100 húsum. Með uppbyggingunni við Hringbraut er ætlunin að sameina í 1.áfanga alla bráðastarfsemi sem rekin er við Hringbraut og í Fossvogi auk þess sem allar rannsóknarstofur spítalans sem nú eru tvístraðar í mörgum húsum víða um bæinn verða sameinaðar í einu húsi á spítalalóðinni. Um þessar mundir er unnið að hönnun  1. áfanga spítalans en þess er vænst að hann verði tilbúinn árið 2018. 

Lesa meira
New national hospital

Nýr LSH - staðhæfingar - 4. maí 2012

Í nýlegri grein Guðjóns Baldurssonar, eru ýmsar staðhæfingar úr grein minni sem birtist í Fréttablaðinu 26. apríl sl. dregnar í efa. Guðjón nefnir ein sjö atriði. Nú er það svo að við Guðjón erum algjörlega á öndverðum meiði gagnvart uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Að hefja ritdeilu við Guðjón, er því svo fjarri mér. Hins vegar ber að taka fram að ég hef fylgst með þessu verkefni um langa tíð og komið að því með einum og öðrum hætti, bæði sem þingmaður og heilbrigðisráðherra og allan þann tíma hef ég verið sannfærð um mikilvægi þess að stíga þau skref sem unnið er að í verkefninu um nýjan Landspítala.

Lesa meira
New national hospital

Nýtt rannsóknarhús leysir 36 ára gamlan vanda - 1. maí 2012

Sýklafræðideild Landspítala er langstærsta rannsóknastofan í sýklafræði hér á landi og tilvísanarannsóknastofa fyrir allt landið. Þar fara fram öflugar vísindarannsóknir og metnaðarfullt starf um fimmtíu ötulla starfsmanna.

Deildin býr hins vegar við bágan húsakost sem hefur í för með sér ófullnægjandi aðstæður til rannsókna og ýmislegt óhagræði. Sýklafræðideildin er rekin í húsnæði á tveimur stöðum í borginni, við Barónsstíg og í Ármúla. Fyrrnefnda húsið var tekið í notkun árið 1976. Þá var leystur bráður húsnæðisvandi með því að reisa á lóð Landspítalans ódýrt stálgrindarhús. Ætlunin var að nota þetta bráðabirgðahúsnæði ekki lengur en í 10 ár. Nú eru árin orðin 36 og enn er verið að nota húsnæðið. Þrátt fyrir ítrekaðar viðgerðir er það langt í frá fullnægjandi fyrir starfsemi deildarinnar. Húsið heldur illa hita, sem er bagalegt ekki eingöngu vegna óþæginda sem það veldur starfsfólki, heldur líka vegna dýrs og viðkvæms tækjabúnaðar sem í húsinu er. Þegar kalt er í veðri á vetrum getur þurft að nota hitablásara til þess að tækin geti starfað rétt. Einangrun hússins er léleg, þ.e. óþétt og reglulega verða lekar. Dæmi eru um að á vetrum snjói inn á lagnir með þeim afleiðingum að rafmagn slær út. Á sumrin verður gjarnan mjög heitt í húsinu og þá gegna viftur sama hlutverki og hitablásarar gera á vetrum.

Lesa meira