Fréttir


Fréttasafn: mars 2006

Fyrirsagnalisti

New national hospital

,,Hátæknisjúkrahús" eða hvað? - 29. mars 2006

Í umræðu síðustu missera um málefni nýs háskólasjúkrahúss hafa margir notað orðið "hátæknisjúkrahús". Að tala um hátæknisjúkrahús er séríslenskt fyrirbrigði.

Þó ég lesi og hlusti víða á umræðu um sjúkrahúsmál á erlendum vettvangi, virðist notkun orðatiltækis sem á ensku væri hægt að kalla "high technology hospital" ekki vera til. Þetta nýyrði er í ofanálag stundum notað í tengslum við einhvers konar úrtölu um Landspítala - háskólasjúkrahús og reynt að gera því skóna að ekki sé þörf á að byggja upp fullkomið, alhliða háskólasjúkrahús í landinu, vegna þess að það hljóti að vera svo dýrt að hafa alla inni á "hátæknisjúkrahúsi". Væntanlega ætti þá að vera til mótvægi sem mætti kalla "lágtæknisjúkrahús", en hver vill svoleiðis fyrirbrigði?

Lesa meira
New national hospital

Landspítali háskólasjúkrahús - 13. mars 2006

Á langri ævi hef ég átt því láni að fagna að vera heilsuhraustur. Samt hefur það hent mig að þurfa að leggjast á sjúkrahús og hafa bæði Borgarspítalinn í Fossvogi og Landspítalinn komið þar við sögu. Á báðum þeim stöðum hef ég notið frábærrar umönnunar, sem ég þakka af alhug, sem ég og gerði í Velvakanda Morgunblaðsins hinn 16. október 2002. Hér vil ég ítreka það og aftur leggja mitt lóð á vogarskálarnar, til þess að viðhalda og efla starfsemi þeirra beggja. Þessa dagana er mér efst í huga, að við íbúar höfuðborgarsvæðisins fáum áfram að búa við það öryggi, sem aðeins tveir bráðaspítalar geta veitt, m.ö.o. að áfram verði starfandi bráðadeildir á tveimur stöðum í Reykjavík.

Lesa meira
New national hospital

Hefur stefnumótun í heilbrigðismálum brugðist? - 13. mars 2006

Í vetur hefur Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, nýútskrifaður doktor í stjórnsýslufræðum, haldið uppi málefnalegri umræðu og komið með mjög athyglisverðar ábendingar í greinum og fyrirlestrum um að skynsamlegt væri fyrir ráðamenn að skilgreina þjónustu í heilbrigðiskerfinu, hverju hún eigi að skila, hvernig henni verði best fyrir komið og heppilegt gæti verið að ljúka þeirri vinnu áður en ráðist verður í nýjar byggingar fyrir Landspítala.

Lesa meira