Fréttasafn: maí 2013

Fyrirsagnalisti

Hvetja stjórnvöld til að byggja nýjan spítala - 31. maí 2013

Læknafélag Reykjavíkur hvetur stjórnvöld til að hvika ekki frá áformum um byggingu nýs húsnæðis fyrir Landspítala, að því er fram kemur í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í vikunni.

Fundurinn lýsir yfir áhyggjum af húsnæðismálum Landspítalans og bendir á að nýtt húsnæði hafi verið forsenda fyrir sameiningu sjúkrahúsanna árið 2000.

Í tilkynningunni segir ennfremur: „Síðan þá hafa öll aðstöðumál verið í biðstöðu vegna væntanlegrar nýrrar byggingar. Ef stjórnvöld telja að ástandið í þjóðfélaginu komi í veg fyrir áætlaða nýbyggingu er nauðsynlegt að gera gagngerar breytingar á núverandi húsnæði. Þá þarf að flytja alla bráðastarfsemi í eitt hús þar sem bráðamóttaka er.

Lesa meira

Munu endurskoða áformin - 27. maí 2013

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir að ríkisstjórnin muni endurskoða áform um byggingu nýs Landspítala á næstunni, að því er fram kom í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.  Áformin séu stór og fullkomlega eðlilegt sé að ný ríkisstjórn vilji fara yfir málið. 

Forval sem auglýst var fyrir kosningar standi samt sem áður yfir í sumar eins og gert hafi verið ráð fyrir áður en ríkisstjórnarskipti urðu.

„Þetta eru mikil og stór áform og við þekkjum öll stöðu ríkissjóðs til að takast á við stór verkefni [...] það er fullkomlega eðlilegt að ný ríkisstjorn horfi þannig til hluta að hún vilji setja það verk í samhengi  við annað sem henni er ætlað að gera.“


Hann segir að ríkisstjórnin ætli að koma málum Landspítalans úr þeirri stöðu sem þau hafa verið í en það þurfi að gefa henni tíma til að ræða hvernig það verði gert.  
„Verkið heldur áfram í dag á þeim forsendum sem það gerði fyrir ríkisstjórnarskiptin, nema það liggur fyrir að núverandi stjórnarflokkar ætla sér að fara yfir þessi áform.“

Viðtalið við Kristján á Rás 2

Kynningarfundur vegna forvals - 15. maí 2013

Kynningarfundur fyrir væntanlega þátttakendur í forvali vegna útboðs á hönnun nýrra Landspítalabygginga var haldinn í gær. Þar kynntu aðstandendur verkefnisins ýmsa þætti er varða fyrirhugaðar byggingar og svöruðu spurningum.

Lesa meira

Vill ekki fresta uppbyggingu Landspítala - 12. maí 2013

Það þýðir ekki að fresta uppbyggingu Landspítalans og styrkja þess í stað heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, sagði yfirlæknir á Egilsstöðum í samtali við fréttastofu RÚV á dögunum. Gera verði hvort tveggja.

Lesa meira