Fréttasafn: október 2012

Fyrirsagnalisti

Sjúklingar liggja á göngum spítalans - 31. október 2012

Allt að tólf manns þurfa að liggja á göngum Landspítalans um helgar vegna þess að ekki eru laus rúm á deildum, að því er fram kom í fréttum RÚV á dögunum. Fimm legudeildum hefur verið í heild eða að hluta breytt í dagdeildir síðustu þrjú ár og þannig hefur sjúkrarúmum fækkað til muna.

Lesa meira

Læknafélagið ályktar um nýjan spítala - 24. október 2012

Aðalfundur Læknafélags Íslands, sem haldinn var á Akureyri um helgina, ítrekar ályktun sína frá síðasta aðalfundi þess efnis að byggður verði nýr landspítali. 

Lesa meira

Nýr spítali aðkallandi - 23. október 2012

Hjúkrunarráð Landspítala skorar á Alþingi Íslendinga og Reykjavíkurborg að veita nýjum Landspítala við Hringbraut brautargengi, þrátt fyrir neikvæða umræðu undanfarið, að því er fram kemur í ályktun ráðsins.  

Lesa meira

Lyftur gjörgæsludeildar of litlar - 18. október 2012

Lyftur gjörgæsludeildar Landspítalans eru svo litlar að nauðsynleg tæki komast oft ekki í þær. Öndunarvélinni er oft sleppt þegar sjúklingar eru fluttir milli hæða, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2 á dögunum. Þar kom einnig fram að hugmyndir séu um að byggja utanáliggjandi lyftur á elsta hluta spítalans.

Lesa meira

Deila herbergi vegna húsnæðisvanda - 16. október 2012

Algengt er að karlar og konur deili herbergjum á legudeildum Landspítalans vegna húsnæðisvanda, að því er fram kemur í frétt Jóns Péturs Jónssonar blaðamanns á fréttavefnum mbl.is.  Sjúklingar og starfsmenn eru ekki hrifnir af þessari ráðstöfun en þar sem skortur er á einbýli er oft ekki annarra kosta völ.

Lesa meira

Samstarfið milli háskólans og spítalans mikilvægt - 11. október 2012

Samstarfið á milli Háskóla Íslands og Landspítalans er afar mikilvægt, bæði hvað varðar menntun og þjálfun nema, og vísindastarf og nýsköpun, að því er fram kom í máli Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands, sem hélt erindi á samráðsþingi Nýs Landspítala sem haldið var í Hringsal Landspítala Háskólasjúkrahúss í gær. 

Lesa meira