Fréttir


Fréttasafn: maí 2014

Fyrirsagnalisti

New national hospital

Fjármagni spítala með eignasölu - 19. maí 2014

Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt að byggð verði við núverandi húsnæði Landspítala. Áætlaður kostnaður við uppbyggingu Landspítala er um 60 milljarðar.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir: „. Stóra atriðið við þetta er að mínu mati að það ríkir almennur skilningur og sátt um það að það þurfi að bæta húsakost þjóðarsjúkrahússins.“

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans segir að húsnæði Landspítalans í Fossvogi verði áfram notað. Bráðamóttaka og gjörgæsla verði öll á einum stað, við Hringbraut.

Fréttina má sjá hér

New national hospital

Vandinn snýr ekki að fjármögnuninni - 7. maí 2014

Á ársfundi Landspítalans sem haldinn var í dag fjallaði Kristján Þór Júlíusson meðal annars um fjármögnun nýja Landsspítalans. Hann segir að vand­inn við bygg­ingu nýs Land­spít­ala snúi ekki að fjár­mögn­un fram­kvæmd­ar­inn­ar. Hægt sé að ganga frá láns­fjár­mögn­un nýja spít­al­ans á nokkr­um dög­um.

„Vand­inn snýr að því að rík­is­sjóður í nú­ver­andi stöðu hef­ur því miður ekki bol­magn til að standa und­ir fjár­magns­kostnaði og greiða til baka það fé sem hann hef­ur fengið að láni,“ sagði Kristján.

Lesa meira