Fréttir


Fréttasafn: október 2013

Fyrirsagnalisti

New national hospital

Ályktun um nýjan Landspítala - 16. október 2013

Í undirbúningi er þingályktunartillaga um að lokið verði undirbúningi að byggingu nýs Landspítala og hafist handa við bygginu í beinu framhaldi. Tillagan kemur frá þingmönnum úr þremur stjórnmálaflokkum.

Lesa meira
New national hospital

100 milljónir til hönnunar sjúkrahótels - 1. október 2013

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 er hundrað milljónum króna varið til fyrirhugaðrar endurnýjunar bygginga Landspítalans við Hringbraut - nýs Landspítala.
Um er að ræða kostnað vegna hönnunar á sjúkrahóteli sem staðsett verður á lóð spítalans. Mun sá kostnaður dreifast á tvö ár, 2014 og 2015. Gert er ráð fyrir að byggingarframkvæmdir hefjist um leið og hönnun er lokið.

„Með þessari tillögu er lagt til að stíga fyrsta skrefið í átt að nauðsynlegri endurnýjun bygginga við Hringbraut á komandi árum þó fara þurfi hægar í það verkefni en áætlanir gera ráð fyrir,“ segir í frumvarpinu. 

Fréttina má sjá hér