Fréttasafn: febrúar 2013

Fyrirsagnalisti

Vilja hefja uppbyggingu nýs Landspítala - 28. febrúar 2013

Vinstri hreyfingin – grænt framboð telur að hefja eigi uppbyggingu nýs Landspítala, að því er fram kemur í stjórnmálaályktun sem samþykkt var á landsfundi flokksins um liðna helgi.

Þar kemur fram að markmiðið með nýjum byggingum Landspítala sé allt í senn að bæta þjónustu við sjúklinga, vinnuaðstæður starfsfólks og gera rekstur spítalans einfaldari og hagkvæmari. Þessi framkvæmd á að vera opinber framkvæmd, að því er fram kemur í ályktununni. Þá segir að samhliða þurfi að tryggja rekstur öflugs sjúkrahúss á Akureyri og heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa um land allt.

Betri þjónusta og minni rekstrarkostnaður - 28. febrúar 2013

Þjónusta á sjúkrahúsum verður æ sérhæfðari og hugmyndin á bakvið eitt öflugt háskólasjúkrahús er að þar sé til staðar besta heilbrigðistækni og heilbrigðisþjónusta sem völ er á, á hverjum tíma. Þetta segir Gunnar Svavarsson, formaður byggingarnefndar og stjórnar Nýs Landspítala, en hann var í viðtali í fréttaskýringaþættinum Speglinum á Rás 2 í vikunni.

Fram kom að áætlað sé að reisa meðferðarkjarna, sjúkrahótel, rannsóknarhús og bílastæðahús á lóð Landspítalans en Gunnar segist vonast til að lokið verði við að reisa fyrsta áfanga spítalans árið 2019. 

Lesa meira

Frumvarp um breytta fjármögnun lagt fram - 25. febrúar 2013

Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir því að ríkið fjármagni byggingu nýs Landspítala. Horfið verði frá svokallaðri leiguleið þar sem gert var ráð fyrir að einkaaðilar reistu byggingar og ríkið tæki þær á leigu. Þó er heimilt að minni byggingar verði boðnar út og reistar samkvæmt leiguleiðinni.


Þá er lagt til að Nýr Landspítali ohf. starfi áfram að undirbúningi verkefnisins en að hlutverk þess verði þrengra en samkvæmt núgildandi lögum. Félagið muni undirbúa útboð fyrir byggingu spítalans en hafi ekki lengur heimild til að semja um að ríkið taki byggingarnar á leigu að loknu útboði.

Ráðherra verður hins vegar heimilt að ákveða að tilteknir skýrt afmarkaðir, minni byggingarhlutar, eða byggingar, séu boðnir út í formi langtímaleigu telji hann það þjóna heildarhagsmunum verkefnisins.


Lög um opinberar framkvæmdir gilda um verkefnið 
Verði frumvarpið að lögum munu lög um skipan opinberra framkvæmda gilda um verkefnið. Alþingi mun því ákveða árlegar fjárveitingar til verkefnisins, eins og almennt gildir um opinberar framkvæmdir á vegum ríkisins.


Gera má ráð fyrir að um það bil 25% af fullnaðarhönnun verksins sé nú lokið. Áætlaður kostnaður fyrir fyrsta áfanga nýrra bygginga er 49,5 milljarðar. Gert er ráð fyrir að endurbætur á gömlu húsnæði muni kosta um 13 milljarða og kostnaður við tækjakaup nemi 12 milljörðum.

Frumvarpið á vef Alþingis

Frétt RÚV um málið 

Nýtt háskólasjúkrahús rísi sem fyrst - 23. febrúar 2013

Tryggja verður að nýtt háskólasjúkrahús rísi sem fyrst til að hægt verði að mæta nýjum tímum og auknum kröfum í heilbrigðisþjónustu, að því er fram kom í ræðu Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands, við brautskráningu kandídata í dag. 

Í ræðu sinni benti Kristín á að Háskóli Íslands og Landspítali hefðu starfað saman um árabil og menntað afburðahæft fólk til starfa í heilbrigðiskerfinu. Um það vitni frammistaða fólksins í kröfuhörðu námi hér heima, í framhaldsnámi erlendis og í starfi heima og í útlöndum á sjúkrastofnunum og vísindastofnunum.

Lesa meira
New national hospital

Sjúkrahótel eða ríkishótel? - 11. febrúar 2013

Jóhannes GunnarssonÍ Viðskiptablaði  Morgunblaðsins þann 31. janúar sl. er viðtal við Ásdísi Höllu Bragadóttur eiganda Sinnum, fyrirtækis sem sinnir m.a. öldruðum, fötluðum og langveikum, þar sem hún upplýsir að reksturinn gangi upp fyrir það að gífurlegum aga sé beitt í rekstrinum og að fyrirtækið skuldi ekki krónu. Meðal annars rekur Sinnum sjúkrahótel samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands og í samvinnu við Landspítala sem sér um hjúkrunarþjónustu. 

Í hlutarins eðli liggur að þeir sem hafa þekkingu og reynslu af hótelrekstri eru betur til þess fallnir að reka hótel en þeir sem hafa reynslu og þekkingu af sjúkrahúsrekstri. Flest almenn hótel eru í samkeppnisrekstri, en svo er ekki með sjúkrahótelið í Ármúla enda lúta sjúkrahótel á margan hátt öðrum lögmálum en venjuleg hótel. Mikilvægt er að fólk, einkum rekstraraðilar, geri sér grein fyrir hver er sá munur er.

Lesa meira

Sjúkrahótel æ mikilvægari - 11. febrúar 2013

Sjúkrahótel hafa víða um lönd orðið æ mikilvægari þáttur í þjónustu við sjúklinga og aðstandendur þeirra en mikilvægt er að þau séu nálægt sjúkrahúsum og helst innangengt þar á milli. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í grein Jóhannesar M. Gunnarssonar, læknis og læknisfræðilegs verkefnastjóra NLSH, sem birtist í Morgunblaðinu á föstudag. 

Lesa meira

Sýking undirstrikar mikilvægi úrbóta - 8. febrúar 2013

Yfirlæknir blóðlækningadeildar á Landspítalanum við Hringbraut segir að sýking sem greindist á deildinni í gær undirstriki mikilvægi úrbóta í húsnæðismálum LSH, að því er fram kemur í frétt Fréttablaðsins í gær. Deildinni hefur verið lokað vegna sýkingarinnar. 

Deildin verður lokuð þangað til sýni hafa verið ræktuð úr öllum sjúklingum sem þar voru fyrir, og í það minnsta fram á mánudag. Hlíf Steingrímsdóttir, yfirlæknir á blóðsjúkdómadeild, segir að ónæmi fyrir sýklalyfjum einkenni þann stofn bakteríunnar sem greindist í gær. Hún sé hins vegar hluti af umhverfinu og yfirleitt ekki mjög skaðleg. Það sé hins vegar alvarlegt þegar hún komi upp á blóðlækningadeild spítalans.

Lesa meira

Hefjast þarf handa án tafar - 4. febrúar 2013

Hefja þarf byggingu sameinaðs háskólasjúkrahúss án tafar, að mati Egilberts Sigurðssonar, yfirlæknis geðsviðs LSH og ritstjóra Læknablaðsins. Í nýjasta hefti Læknablaðsins ritar Engilbert leiðara sem ber yfirskriftina „Hætta á neyðarástandi á Landspítala“ en þar fjallar hann um þær ógnir sem steðja að starfsemi spítalans, einkum húsnæðisvanda, mannauðsvanda og úreldan tækjabúnað. 

Lesa meira

Frumvarp þarf að koma fram í febrúar - 3. febrúar 2013

Lúðvík Geirsson, annar varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segir í viðtali við mbl.is að frumvarp um fjármögnun nýs Landspítala þurfi að koma inn á borð nefndarinnar í febrúar þannig að hægt verði að afgreiða það fyrir þingfrestun. 

Lesa meira