Frumvarp þarf að koma fram í febrúar

3. febrúar 2013

Lúðvík Geirsson, annar varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segir í viðtali við mbl.is að frumvarp um fjármögnun nýs Landspítala þurfi að koma inn á borð nefndarinnar í febrúar þannig að hægt verði að afgreiða það fyrir þingfrestun. 

Yfirlit

Í fréttinni kemur fram að áætluð þingfrestun sé 15. mars en fjármálaráðuneytið vinni nú að gerð frumvarpsins. 

Kanna svigrúm til fjármögnunar
Í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðherra og velferðarráðherra frá 30. nóvember var lagt til að bygging nýs Landspítala yrði opinber framkvæmd og var með því fallið frá því að fara svokallaða leiguleið við fjármögnun. Fjárlaganefnd var þá falið að kanna hvort svigrúm væri í langtímaáætlun um ríkisfjármál á næstu árum til að hefja framkvæmdir við stærstu verkþættina sem opinbera ríkisframkvæmd. 

Frétt mbl.is