Fréttir


Fréttasafn: mars 2009

Fyrirsagnalisti

New national hospital

Húsnæðismál Landspítalans - 26. mars 2009

Undirbúningur að nýbyggingu fyrir Landspítalann hefur nú staðið um nokkurt árabil. Nýrri sjúkrahúsbyggingu er ætlað að sameina starfsemi hinna fjölmörgu deilda spítalans á einum stað, þannig að til verði ein hentug og vel gerð sjúkrahúsbygging í stað margra tuga aðskilinna og misjafnlega hentugra húsa, sem eru að meginstofni frá árunum 1930 til 1965. Meðan hugmyndavinnan stóð yfir komu fram ýmis heiti til að lýsa vissum þáttum starfseminnar, svo sem hátæknisjúkrahús og háskólasjúkrahús, en ekkert kemst nær meginhugmyndinni um hlutverk Landspítalans en heitið þjóðarsjúkrahús. Það heiti felur í sér að Landspítalanum er ætlað að þjóna sjúklingum af landinu öllu, alveg eins og þörf er á hverju sinni og hvort sem um er að ræða bráðaveikindi eða langvarandi sjúkdóma. Þess vegna þarf að standa vel að byggingum og búnaði fyrir Landspítalann.

Lesa meira