Fréttasafn: september 2012

Fyrirsagnalisti

New national hospital

Spurningum um Landspítala svarað - 26. september 2012

Ingólfur ÞórissonGuðrún Bryndís Karlsdóttir skrifar langa grein í Morgunblaðið þann 20. september og kýs að titla sig sem verkfræðing með sérsvið í sjúkrahússkipulagi. 

Þegar Landspítali leitar eftir sérfræðingum í skipulagi sjúkrahúsa er gerð krafa um langa starfsreynslu.  Gerð er krafa um að viðkomandi hafi víðtæka þekkingu á allri starfsemi sjúkrahúsa, þörfum, tengslum og verkferlum. Sem dæmi má nefna að í forvali fyrir samkeppni um nýjan Landspítala þurfti sérfræðingur í skipulagningu sjúkrahúsa að hafa skipulagt meira en 500 rúma sjúkrahús til þess að fá fullt hús stiga. Það er sjúkrahús sem er af áþekkri stærð og Landspítali er núna. Slík starfsreynsla samsvarar 5-10 ára samfelldri vinnu. Nýútskrifaður byggingarverkfræðingur frá HÍ er fjarri því að uppfylla ofangreindar kröfur. 

Lesa meira

Bætum aðstöðu og spörum í rekstri - 26. september 2012

Nýbygging Landspítala er til þess að stórbæta aðstöðu sjúklinga og starfsmanna og ná sparnaði í rekstrarkostnaði með sameiningu starfseminnar, segir Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítala, í grein í Morgunblaðinu.

Lesa meira

Vegna umræðu um kostnað við spítalabyggingu - 24. september 2012

Vegna frétta í fjölmiðlum á föstudag um áætlaðan kostnað við stækkun Landspítala, vill verkefnastjórn Nýs Landspítala koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri:

Vinnu við forhönnun fyrirhugaðra bygginga vegna stækkunar Landspítala er nú að ljúka.  Um er að ræða þrjár sjúkrahússbyggingar (meðferðarkjarna, rannsóknarhús og sjúkrahótel) samtals um 76 þús fm og auk þess bílastæðahús fyrir um 560 bíla.  Forhönnunin sem er um 20-25% hönnun, byggir á vinningstillögu ráðgjafateymisins SPITAL og þarfagreiningu Landspítala á nauðsynlegri stærð einstakra rýma.    

Lesa meira

Barnakynslóðin sprengir utan af sér sjúkrahúsin - 24. september 2012

Við megum ekki bíða deginum lengur með að bregðast við fjölgun eldri borgara á Íslandi segir María Heimisdóttir, læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, í viðtali sem birtist í Fréttatímanum á dögunum. Hún segir endurnýjun á húsnæði spítalans vera eina forsendu þess að hægt sé að tryggja örugga og fullnægjandi þjónustu við hinn stóra hóp eldri landsmanna til framtíðar.

Lesa meira

Nútímakröfur kalla á nýtt húsnæði - 20. september 2012

Núverandi húsnæði getur ekki lengur tekið við þeim tækjabúnaði sem þarf til að nútímalækningar verði stundaðar vegna skorts á rými, lofthæð og burðarþoli, að því er kemur fram í grein Jóhannesar M. Gunnarssonar, læknisfræðilegs verkefnisstjóra Nýs Landspítala sem birt var í Fréttablaðinu í dag.

Lesa meira

Eitt af stóru verkefnunum - 17. september 2012

EItt af stóru verkefnunum sem Íslendingar standa frammi fyrir er bygging nýs Landspítala við Hringbraut, að því er fram kom í máli Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra í umræðum um fjárlagafrumvarp ársins 2013 á Alþingi.

Lesa meira

Endurnýjun Landspítala mál alls samfélagsins - 14. september 2012

Endurnýjun Landspítala við Hringbraut snýst ekki um lúxus og er mál alls samfélagsins. Þetta kemur fram í viðtali Fréttatímans við Bylgju Kærnested, hjúkrunardeildarstjóra hjartadeildar Landspítala.

Lesa meira
New national hospital

Landspítalinn og Hringbraut - 11. september 2012

Óli Kristján Ármannsson blaðamaður skrifaði í ritstjórnargrein helgarútgáfu Fréttablaðsins að Landspítalinn ætti ekki heima í miðbænum, þar sem hann er nú. Óli Kristján vill heldur hafa hann í útjaðri byggðarinnar; jafnvel uppi á Hólmsheiði eða á Vífilsstaðatúni fyrir ofan Garðabæ. Hann telur að það sé arfavitlaus meinloka að hafa væntanlega nýbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut.

Lesa meira