Fréttir


Fréttasafn: maí 2015

Fyrirsagnalisti

Mikill stuðningur við byggingu nýs Landspítala - 20. maí 2015

Nýleg könnun sem unnin er af Maskínu rannsóknum um stuðning við byggingu nýs Landspítala sýnir að fjórir af hverjum fimm Íslendingum eru fylgjandi því að nýr Landspítali verði byggður á næstu árum.  Hlutfall þeirra sem eru því andvígir er einungis 6%.

Bakgrunnsbreytur í könnuninni sýna að stuðningur eykst með auknum aldri og tekjum.

Lesa meira

Nýr Landspítali óskar eftir tilboðum vegna framkvæmda við Nýjan Landspítala - 9. maí 2015

Laugardaginn 9.5 er birt auglýsing í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu vegna tilboðsgerðar vegna framkvæmda við Nýjan Landspítala. Um er að ræða framkvæmdir á norðurhluta lóðar sem felast í lóðaframkvæmdum vegna gatna, göngustíga, bílastæða og grænna svæða ásamt jarðvinnu fyrir sjúkrahótelið. 

Hægt er að nálgast tilboðsgögn hjá Ríkiskaupum frá og með 12. maí og opnun tilboða verður þann 2. júní næstkomandi. 

Sjá auglýsingu

New national hospital

Fjármálaráðherra leggur til stofnun fullveldissjóðs - 6. maí 2015

Í Morgunblaðinu 6.5 er haft eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að hann telji tímabært að stofnaður verði sérstakur orkuauðlindasjóður sem í myndi renna arður af nýtingu orkuauðlinda.  Einnig kom fram í máli ráðherra að slíkur sjóður yrði notaður við fjármögnun mikilvægra innviða á borð við byggingu Landspítala.

Lesa meira