Fréttir


Fréttasafn: janúar 2012

Fyrirsagnalisti

New national hospital

Nýr Landspítali fyrir þjóðina - 27. janúar 2012

Lýður Árnason læknir ritar grein í Fréttablaðið 22. janúar sl. undir spurnarfyrirsögninni hvort nýr Landspítali sé fyrir þjóðina eða lækna. Hann spyr um þörf fyrir nýjan Landspítala.

Lesa meira
New national hospital

Djúpir eru Íslandsálar - 25. janúar 2012

„Djúpir eru Íslandsálar, en þó munu þeir væðir vera," sagði tröllkonan sem ætlaði að vaða frá Noregi til Íslands. Íslenskir læknar í starfi ytra eru þó ekki eins bjartsýnir um heimkomu og tröllkonan forðum. Í huga þeirra er einkum tvennt sem veldur þeirri dökku sýn: Laun og önnur lífskjör eru betri í útlöndum en á Íslandi. Öll starfsaðstaða er víðast hvar til fyrirmyndar, oft svo að um munar. Hér er sérstaklega hafður í huga samanburður við stærsta vinnustað lækna á Íslandi, Landspítala-Háskólasjúkrahús. 

Lesa meira
New national hospital

Spítalinn okkar allra - 24. janúar 2012

Er fyrirhuguð stækkun Landspítala gæluverkefni karla í lególeik?  Það má lesa úr skrifum Guðna Ágústssonar fyrrverandi  ráðherra sem skrifar grein í Fréttablaðið þann 17. janúar sl. undir yfirskriftinni: „Háskólaþorpið í Vatnsmýrinni“.

Þar ræðir hann áform um stækkun Landspítala. Guðni finnur það verkefninu einna helst til foráttu að það sé gæluverk karla og hefur að hluta til eftir Guðjóni Baldurssyni lækni sem nýverið líkti stækkun spítalans við leik barna með kubba.

Lesa meira
New national hospital

Staðreyndir um nýjan Landspítala - 21. janúar 2012

Formaður nýs stjórnmálaafls Hægri grænna tjáir sig um nýja Landspítalann í Mbl. 14.jan. sl. og hallar réttu máli í flestum atriðum. Rétt er að upplýsa lesendur um staðreyndir þess helsta sem misfarið er með í grein formannsins.

Lesa meira
New national hospital

Nýr Landspítali: Öryggi og vellíðan sjúklinga í öndvegi - 19. janúar 2012

Mestu varðar hverju nýbygging Landspítala skilar varðandi meðferðarárangur, öryggi og líðan sjúklinga.

Markmið með sameiningu spítalanna Í Reykjavík var að skapa forsendur fyrir nútímalegan háskólaspítala. Í fyrsta lagi varðar það fjölda og fjölbreytileika sjúkdómstilfella sem nægilegur er til kennslu og rannsóknarstarfsemi. Í annan stað er um að ræða samþjöppun sérhæfðrar þekkingar starfsmanna og er forsenda þess að spítalinn geti sinnt nær öllum tegundum sjúkratilfella sem að höndum ber.
Lesa meira
New national hospital

„Háskólasjúkraþorpið í Vatnsmýrinni“ - 17. janúar 2012

Fyrst menn deila nú um Vaðlaheiðargöng sem alltof dýra framkvæmd eða Hólmsheiðartugthús, hvað með Landspítalaháskólasjúkrahús? Ein framkvæmdin kostar 2 milljarða, önnur 10 milljarða, sú þriðja 50 - til 100 milljarða?

Þarf ekki að skoða forsendur sem mér virðast vera brostnar hvað spítalann varðar? Hvernig á að fjármagna hann, hvað þá að reka hann? Loksins kom læknir fram á ritvöllinn, Guðjón Baldursson, og skrifaði um hið mikla Hátæknisjúkrahús eða Háskólasjúkrahús sem reisa á í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Áður hafði ég fylgst með rökfastri gagnrýni Guðrúnar Bryndísar Karlsdóttur sjúkraliða og verkfræðings sem er sérhæfð í skipulagi sjúkrahúsa.
Lesa meira
New national hospital

Nýr Landspítali: Sparnaður fyrir þjóðfélagið á erfiðum tímum - 13. janúar 2012

Rekstrarlegur ávinningur sameiningar starfsemi Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut með nýbyggingum spítalans er áætlaður 2,6 milljarðar á hverju ári. Með einfaldri deilingu má sjá að töf á nýbyggingu kostar samfélagið 7,1 milljón króna á hverjum sólarhring.

Lesa meira
New national hospital

Byggðaþróun og samgöngustefna - 11. janúar 2012

Guðjón Baldursson læknir skrifaði tvær greinar milli jóla og nýárs í Fréttblaðið þar sem hann kallaði fyrirhugaða byggingu nýs spítala á Landspítalalóðinni við Hringbraut „stórslys 21. aldarinnar". Það er ekki mitt að skipta mér af stílbrögðum annarra. En ég sé ekki betur en að Guðjón gefi sér forsendur, hvað varðar byggðaþróun og samgöngustefnu, sem ekki eiga sér stoð í veruleikanum og dragi af þeim stóryrtar ályktanir.

Lesa meira
New national hospital

Nýr Landspítali: Aukin þjónustuþörf kallará betri og sérhæfðari spítalaþjónustu - 10. janúar 2012

Í umræðunni um húsnæðismál Landspítala ættu þarfir sjúklinga að vera höfuðatriðið.

Stórfelldar breytingar verða á aldurssamsetningu þjóðarinnar á næstu árum. Stórir árgangar eftirstríðsáranna eru nú að hluta til komnir á sjötugsaldur, en sextugir og eldri eru þeir sem langmest þurfa á þjónustu sjúkrahúsa að halda. Árið 2025 mun sjötugum og eldri hafa fjölgað um 40% frá því sem nú er og árið 2030 um 60%. Engin leið er að mæta þessari auknu þjónustuþörf án stórfelldra úrbóta í húsnæðismálum þeirra spítala sem helst munu sinna þessu verkefni, Landspítala og FSA.
Lesa meira
New national hospital

Nýr Landspítali: Rétt staðsetning – annað væri sóun! - 7. janúar 2012

Allstórt svæði sunnan gömlu Hringbrautar hefur verið ætlað til uppbyggingar Landspítala samkvæmt skipulagi Reykjavíkurborgar frá árinu 1976. Það er því ekki nýlunda að byggja eigi upp sjúkrahússtarfsemi á lóðinni við Hringbraut.

Megintilgangur nýbyggingarinnar er að flytja starfsemina úr Fossvogi og sameina hana starfseminni á Hringbraut. Hafa þarf í huga að nú þegar er helmingur af starfsemi Landspítala við Hringbraut, fjórðungur er í Fossvogi og fjórðungur annarsstaðar. Stærstur hluti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands er þegar við Hringbraut.

Lesa meira