Fréttasafn: mars 2012

Fyrirsagnalisti

New national hospital

Nýtt sjúkrahótel er nauðsyn - 31. mars 2012

Ár hvert horfast þúsundir Íslendinga í augu við að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús eða fylgja nákomnum ættingjum til sjúkrahúsdvalar. Allir sem upplifað hafa sjúkdóma eða slys í sínu nánasta umhverfi þekkja álagið sem slíkt getur valdið einstaklingum og fjölskyldum þeirra.

Öryggi og hlýlegt umhverfi er nokkuð sem fólk sem gengist hefur undir aðgerðir eða aðra sjúkrahúsmeðferð sækist eftir. Undanfarin ár hefur legutími á sjúkrahúsum styst og æ fleiri sjúklingar njóta dag- og göngudeildarþjónustu eftir meðferð á sjúkrahúsi. Slíkt hentar þó ekki alltaf og getur líðan sjúklinga og búseta haft þar áhrif á. Dvöl á sjúkrahóteli er stundum bráðnauðsynleg og góður kostur til að brúa bilið milli sjúkrahúslegu og heimferðar.

Lesa meira
New national hospital

Hótelherbergi með ókunnugum? - 28. mars 2012

Ef þú værir á leið til útlanda og hygðist dvelja á hóteli meðan á ferðinni stæði, myndir þú kjósa að deila herbergi með ókunnugum? Líklega svara flestir spurningunni neitandi. Staðreyndin er hins vegar sú að margt fólk sem leggst inn á sjúkrahús stendur frammi fyrir einmitt þessu – að deila herbergi með einstaklingum sem það þekkir engin deili á. Þetta gerir fólk á sama tíma og það tekst á við meðferð vegna veikinda eða slysa.

Lesa meira
New national hospital

Nýr Landspítali - Jákvæð umferðarspá - 24. mars 2012

Betri og skilvirkari sjúkrahúsþjónusta í þágu sjúklinga er helsta markmiðið með fyrirhugaðri stækkun Landspítala. Við framkvæmd sem þessa er þó ávallt í mörg horn að líta. Eitt þeirra atriða sem nokkuð hefur verið rætt í tengslum við stærri Landspítala eru umferðarmál.  Mikilvægt er að huga að þessum þætti og í skipulagsvinnu hafa verið framkvæmdar kannanir og mælingar til að leggja mat á hlutina. Niðurstaðan er sú að umferð á götum í nálægð spítalans eykst ekki verulega við sameiningu starfseininga spítalans við Hringbraut. 

Lesa meira
New national hospital

Nýr Landspítali – hagur allra - 16. mars 2012

Landsmenn horfa nú til þess að á næstu árum stækki húsnæði Landspítala við Hringbraut með löngu tímabærum nýbyggingum.  Mikið hefur verið rætt og ritað um þessa framkvæmd á síðustu vikum og mánuðum og sitt sýnist hverjum. 

Lesa meira
New national hospital

Stærri spítali er ekki pjatt heldur nauðsyn - 14. mars 2012

Fyrirhuguð stækkun Landspítala hefur nokkuð verið í umræðunni að undanförnu. Mikið púður hefur farið í staðsetninguna við Hringbraut sem ákveðin var fyrir rúmum áratug. Á meðan sjónir beinast aðallega að þessu atriði fer minna fyrir annarri en afar brýnni umræðu. Hún snertir málefni sjúklinga.

Lesa meira
New national hospital

Gagn Háskóla Íslands af nýju húsi - 1. mars 2012

Margoft hefur verið bent á ávinning nýbyggingar fyrir starfsemi Landspítala. En hver er ávinningur háskólans? Mikilvægt er að koma kennslu fyrir á einum stað. Með því styrkjast möguleikar á samkennslu og samþáttun kennslu í grunnnámi áður en nemendur fara út á deildir spítalans þar sem þeir læra sín fræði m.a. af sjúklingum sem þar eru. Nauðsyn er á að nemendur átti sig strax á því að fleiri stéttir en þeirra eigin sinna sjúklingum. Fagstéttir þurfa að læra snemma að starfa saman.

Lesa meira
New national hospital

Stærri Landspítali í þágu sjúklinga - 1. mars 2012

Markmið með uppbyggingu Landspítala við Hringbraut sem fyrirhuguð er snýst og mun ávallt snúast fyrst og fremst um sjúklinga landsins. Þetta vill gleymast í umræðu um stækkun spítalans, en löngu tímabært er að ráðast í hana.Hagur sjúklinga til framtíðar verður best tryggður með margs konar framförum sem hljótast af stækkun spítalans.

Lesa meira