Fréttasafn: mars 2013

Fyrirsagnalisti

Áríðandi að fá nýjan spítala - 19. mars 2013

Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, segir áríðandi að fá nýjan spítala, í viðtali sem birtist við hann í Fréttablaðinu um helgina. Hann segir ákvarðanafælni einkenna umræðuna núna. 

„Það að taka ekki ákvörðun getur verið dýrkeypt. Þetta er eins og með sjúklinginn sem kemur inn með hnífsstungu í hjartanu. Ef menn eru of lengi að ákveða hvað eigi að gera þá er hann dáinn. Það kostar mikið fé að viðhalda öllu því sem er að gefa sig hér á Landspítalanum. Við sjáum það bara með húsnæðið. Hér eru tugir starfsmanna með alvarleg öndunarfæraóþægindi," segir hann meðal annars í viðtalinu.

Lesa meira

Búið að afgreiða frumvarp úr fjárlaganefnd - 7. mars 2013

Frumvarp um að ríkið fjármagni byggingu nýs Landspítala við Hringbraut var afgreitt úr fjárlaganefnd í gær. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar Alþingis, er bjartsýnn á að frumvarpið verði samþykkt fyrir þinglok. 

„Mér finnst hafa tekist vel að fjalla um frumvarpið í nefndinni, þar er breið samstaða um málið að undanskildum Framsóknarflokknum. Það virðist vera fullur vilji til að opna á þessa nýju leið til að halda málinu gangandi.“ 

Lesa meira