Fréttasafn: desember 2012

Fyrirsagnalisti

New national hospital

Forhönnun vegna nýrra bygginga lokið - 22. desember 2012

Forhönnun fyrir uppbyggingu við Landspítalann er nú lokið og afhenti SPITAL – hópurinn gögn vegna hönnunarinnar formlega í húsnæði Nýs Landspítala á Barónsstíg í vikunni. Helgi Már Halldórsson, arkitekt og hönnunarstjóri SPITAL, afhenti Gunnari Svavarssyni, stjórnarformanni NLSH, gögnin fyrir hönd hópsins.

Lesa meira
New national hospital

Gisting í boði - 18. desember 2012

Sigurður Guðmunsson læknir.  Birtist í MorgunblaðinuSviðið er sjúkradeild á Landspítala í morgunsárið. Veikt fólk liggur á öllum stofum deildarinnar, en einnig eru þrjú rúm á ganginum. Í þeim er líka fólk, veikt fólk. Maður er í fremsta rúminu, veikindalegur, grár og gugginn. Hann er að borða morgunmatinn, er að drepa smjöri á brauðsneið í skjannabirtu neonljósa gangsins. Hjúkrunarfræðingarnir eru á þönum að sinna sjúklingum, það er ys og þys, reyndar hávaði eins og stundum er í svipaðri mannmergð í flugstöðinni í Keflavík. Hann brosir til læknanna þegar þeir troða sér fram hjá rúminu til að komast inn á ganginn, en hvorki kvartar né skammar þá fyrir þennan aðbúnað sem honum er búinn, geðprýðismaður.

Lesa meira

Býður gistingu á ganginum - 17. desember 2012

Sviðið er sjúkradeild á Landspítala í morgunsárið. Veikt fólk liggur á öllum stofum deildarinnar, en einnig eru þrjú rúm á ganginum. Í þeim er líka fólk, veikt fólk" segir Sigurður Guðmundsson læknir í grein í Morgunblaðinu í dag. Mbl.is birtir einnig frétt um málið.

Lesa meira

Borgarstjórn samþykkti deiliskipulagið - 14. desember 2012

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögur að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi á lóð Landspítalans við Hringbraut á aukafundi sem haldinn var í gær. Skömmu áður hafði sveitarstjórn Kjósarhrepps samþykkt skipulagið.

Lesa meira
New national hospital

Blað um Landspítalann komið inn á vefinn - 13. desember 2012

Kynning á nýjum byggingum við Landspítalann og viðtöl við lækna, hjúkrunarfólk, sjúkraliða og háskólanema eru á meðal efnis í blaði sem sett hefur verið inn á vef Nýs Landspítala en blaðinu var dreift með Fréttablaðinu nú í lok nóvember. 

Lesa meira

Brýnt að endurnýja húsnæði til að mæta aukinni þörf - 13. desember 2012

Þjóðin eldist hratt og langvinnir sjúkdómar aukast og til að geta brugðist við aukinni þörf fyrir sjúkrahúsþjónustu verður að endurnýja húsakost Landspítalans. Þetta kom fram í máli þeirra Maríu Heimisdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Landspítalans og Gyðu Baldursdóttur, hjúkrunarfræðings og verkefnastjóra hjá Nýjum Landspítala, í þættinum Í bítið á útvarpsstöðinni Bylgjunni á dögunum.

Lesa meira

„Spítalinn á að vera miðsvæðis og innan um aðra byggð“ - 12. desember 2012

Umræða um skipulagsmál er föst í nútíðinni og snýst allt of mikið um núverandi ástand umferðar, einkabílinn, bílastæði og mengun. Ferðamáti borgarbúa mun gjörbreytast og horfa verður til framtíðar í skipulagsmálum. Þetta kom fram í erindi Sigurðar Einarssonar arkitekts á samráðsþingi Nýs Landspítala sem haldið var í Hringsalnum á Landspítalanum við Hringbraut í gær. Hann segir að í sínum huga hafi aldrei komið annar staður til greina fyrir nýjar spítalabyggingar en Hringbrautin. Spítalinn eigi að vera miðsvæðis og innan um aðra byggð.

Lesa meira

Tillaga að deiliskipulagi samþykkt í skipulagsráði - 3. desember 2012

Skipulagsráð samþykkti í dag tillögu að deiliskipulagi á lóð Landspítalans við Hringbraut. Fjórir fulltrúar ráðsins greiddu atkvæði með tillögunni, tveir fulltrúar besta flokksins og tveir fulltrúar Samfylkingar. Þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði á móti tillögunni.

Lesa meira