Bygging nýs Landspítala mikilvægasta verkefnið

11. apríl 2017

Í fréttum RÚV sjónvarps ef haft eftir Óttari Proppé heilbrigðisráðherra að bygging nýs Landspítala við Hringbraut sé mikilvægasta verkefnið í hans ráðuneyti.

„Það kemur fram í stjórnarsáttmálanum að við stefnum á að meðferðarkjarninn sem er svona hryggjarstykkið, hjartað í Nýja Landspítalanum, verði tekið í notkun fyrir árið 2023 eða í seinasta lagi 2023, „ segir Óttar Proppé.

Einnig kemur fram að gert sé ráð fyrir fjármagni til verkefnisins og stefnt sé að því að tryggja 4,4 milljarða króna á fjárlögum næsta árs til að tryggja framgang verkefnisins.