Dómnefnd vegna listaverkasamkeppni um Sóleyjartorg undirbýr dómnefndarstörf

20. nóvember 2023

Eins og áður hefur komið fram þá stendur NLSH að samkeppni um listaverk. Samkeppnissvæðið er Sóleyjartorg, aðalaðkomutorg meðferðarkjarnans, ásamt anddyri byggingarinnar. Lögð er áhersla á að listaverkið verði hluti af heildarhönnun almenningsrýmisins í kringum nýja Landspítalann og verði áberandi kennileiti svæðisins.

Dómnefndin vegna samkeppninnar kom nýlega saman til að undirbúa dómnefndarstörf. Samkvæmt tímaætlun samkeppninnar skila listamenn inn tillögum föstudaginn 17. nóvember og áætlað er að dómnefnd ljúki störfum 4. desember.

Fulltrúar dómnefndar sem eru frá NLSH, SÍM, Reykjavíkurborg og Landspítala kynntu sér svæðið sem listinni er ætlað að glæða í vettvangsskoðun í dag. Dómnefnd er spennt að taka á móti tillögum listamannanna sem voru valdir í forvali í sumar.