Faghópur hjúkrunarfræðinga vill flýta byggingu nýs spítala við Hringbraut

29. janúar 2017

Faghópur hjúkrunarfræðinga um hjúkrun sjúklinga með sýkingar hvetur til þess að byggingu nýs spítala við Hringbraut verði hraðað eins og kostur er.

Spítalasýkingar eru ógn sem erfitt er að ráða við þegar ónæmar bakteríur greinast hjá sjúklingum.

Faghópurinn bendir á að mikilvægt sé að hafa sem flest einbýli fyrir sjúklinga til að sporna við slíkum sýkingum.

Bygging nýs spítala þar sem öll herbergi eru einbýli með sér salerni og sturtu er mikilvægt skref til að koma í veg fyrir dreifingu ónæmra baktería.

Frétt á visir.is um málið má nálgast hér