Forval vegna innanhússfrágangs í meðferðarkjarna

29. nóvember 2023

Nýr Landspítali (NLSH), óskar eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu útboði á innanhússfrágangi fimmtu og sjöttu hæðar í meðferðarkjarna.

Fyrir liggur hönnun á innanhússfrágangi en verktaki mun annast hönnunarþjónustu svo sem deilihönnun eða aðra uppfærslu hönnunarþátta sem til falla. Forvalið er opið öllum hæfum umsækjendum sem uppfylla skilyrði forvals gagna og er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Að loknu forvali mun verkkaupi velja fimm fyrirtæki úr hópi hæfra umsækjenda til þátttöku í lokuðu útboði. Markmið með því útboðsferli, sem hefst með þessu forvali, er að velja hæfan umsækjanda til að taka að sér þessa framkvæmd, alls um 14.000 m2. Um er að ræða legudeildir í nýjum meðferðarkjarna. Að loknu mati á umsóknum um þátttöku verða útboðsgögn afhent fimm hæfustu umsækjendunum í samræmi við kröfur til bjóðenda í forvalsgögnum.

Dagsetningar forvalsins:

Útboðsgögn afhent: 16.11 2023

Skilafrestur: 18.12 2023

Opnun tilboða: 18.12.2023