Framkvæmdir vestan við Eirberg

11. mars 2020

Vestan Eirbergs standa framkvæmdir yfir við jarðvinnu þar sem unnið er að lækkun götunnar vestanverðu við Eirberg.

Bílastæðinu vestan við Eirberg hefur verið lokað og er komið að fullu undir framkvæmdir.

Vinna við gröft er hafin og reiknað er með að sprengivinna verði á þessu svæði næstu tvær vikurnar.

Tekin hafa verið í notkun ný bílastæði skammt sunnan við þau stæði sem hafa lokað.

Áætlað er að þessum framkvæmdum verði lokið í apríl næstkomandi.