Frumverkefni á rýni brunahönnunar

14. desember 2022

Á aðventumálstofu NLSH þann 7. desember hélt Böðvar Tómasson, framkvæmdastjóri Örugg verkfræðistofa, erindi um rýni brunahönnunar. Verkefnið fyrir NLSH snýr að meðferðarkjarna, tengigöngum og bílageymslu og er “pilot” verkefni í samstarfi við byggingafulltrúa og slökkviliðið. Í fyrirlestri Böðvars kom fram að rýniumhverfi er ekki þróað á Íslandi en spítalar eru settir í þríþætta kröfu þar sem ein er ytri rýni þriðja aðila og fór NLSH fram á að hún yrði gerð.