Starfsmenn ráðgjafafyrirtækisins LAdvice frá Svíþjóð heimsóttu framkvæmdasvæðið

12. maí 2022

Í dag komu í heimsókn starfsmenn LAdvice frá Svíþjóð. LAdvice er ráðgjafafyrirtæki sem meðal annars vinnur við ráðgjöf í tengslum við stefnumótandi fjárfestingum á Stokkhólmssvæðinu. Hluti hópsins starfar sem ráðgjafar og stjórnendur í framkvæmdum við nýbyggingu Ersta Diakoni á Södermalm í Stokkhólmi. LAdvice ber þar meðal annars ábyrgð á öllum MT (lækningatækni). Einnig er LAdvice með ráðgjöf á Danderyd sjúkrahúsinu.

Gísli Georgsson, verkefnastjóri, kynnti stöðu byggingaverkefnisins með áherslu á tæknimál nýs spítala. Að þvi loknu var farið í skoðunarferð þar sem Steinar Þór Bachmann, verkefnastjóri, sýndi gestum framkvæmdasvæðið og var almenn ánægja gesta með heimsóknina.