Fylgst með framganginum með stafrænum myndavélum

17. janúar 2022

Líkt og greint var frá í fréttum á þessum vettvangi fyrir skemmstu er unnið markvisst að því að skrá framgang mannvirkjagerðarinnar og hefur það þann tilgang að sjá framvinduna frá degi til dags en ekki síst til að skrá smíðina til framtíðar og að mörgum áratugum liðnum verður hægt að rýna í tæknilegan umbúnað smíðinnar og líka greina stöðu verkþátta ef þörf krefur.

Dæmi um slíkt er sá mikli umbúnaður sem þarf um svokallaðan hringhraðal sem er líklega langstærsta lækningatækið og verður staðsett á vesturhluta hins nýja spítala. Meðfylgjandi mynd sýnir sjónarhornið frá einni hinna fjögurra myndavéla sem NLSH notar. Stafræn tækni og fjarskipti leyfa einfalda söfnun tugþúsunda mynda þegar fram í sækir.