Fyrirlestur á vegum NLSH á degi verkfræðinnar

6. maí 2024

Þann 19. apríl síðastliðinn stóð Verkfræðingafélag Íslands fyrir degi verkfræðinnar, en þá halda sérfræðingar fyrirlestra um margvísleg verkfræðileg málefni, og spanna vítt svið. Einn þeirra var fyrirlestur Ásbjarnar Jónssonar, sviðsstjóra framkvæmdasviðs NLSH og bar hann yfirskriftina „5D framkvæmdaeftirlit og áætlanagerð“ en þar er er verið að vísa til þess að tengja saman BIM 3D, tíma (4D) og fjárhag (5D). 

Þar með er hægt að nota LBS, svæðisbundna áætlunargerð og þá hægt að besta og hagræða verkflæðið og útrýma árekstrum. Skipting verkefnisins verður í viðráðanlegar einingar til að koma auga á áhættu í tæka tíð og bregðast við. Einnig fæst með þessari leið að eftirfylgni verður auðveldari og að fylgjast með framvindu.

Á myndskeiði má sjá fyrirlestur Ásbjarnar og hefst hann á 1:48:15.

Myndskeið