Gunnar Svavarsson ráðinn framkvæmdastjóri nýs Landspítala

30. júní 2016

Stjórn NLSH hefur ráðið Gunnar Svavarsson sem framkvæmdastjóra félagsins. Alls bárust 12 umsóknir en þrír umsækjendur drógu umsóknir til baka. Capacent hafði umsjón með úrvinnslu málsins.


Gunnar er vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann var stofnandi og framkvæmdastjóri Aðalskoðunar hf.um árabil,sat á Alþingi um tveggja ára skeið og var þá meðal annars formaður fjárlaganefndar. Þá starfaði Gunnar í sveitarstjórnarmálum á annan áratug. Undanfarin sjö ár hefur hann verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi og sinnt stjórnar- og rekstrarstörfum m.a. við verkefnið um Nýjan Landspítala auk fjölmargra annarra stjórnunarverkefna fyrir einka- og opinbera aðila.


Eftirfarandi níu aðilar sóttu um starfið.

Abdullah M. Farook
Ármann Jóhannesson
Bergur Hauksson
Finnur Guðmundsson
Gná Guðjónsdóttir
Gunnar Svavarsson
Óskar Jósefsson
Sigríður Sigurðardóttir
Vignir Björnsson

Aðalfundur Nýs Landspítala ohf. fyrir árið 2015 var haldinn miðvikudaginn 29. júní 2016. Hefðbundin aðalfundarstörf voru á fundinum og samþykkt reikninga sem lágu fyrir áritaðir og endurskoðaðir af Ríkisendurskoðun.


Stjórn félagsins er nú þannig skipuð:
Dagný Brynjólfsdóttir
Erling Ásgeirsson, stjórnarformaður
Hafsteinn S. Hafsteinsson