Hönnun og rýni vegna vegna útveggjaklæðningar meðferðarkjarnans

31. janúar 2023

Nýlega var haldin tveggja daga vinnustofa um útveggjaklæðningu á nýjan meðferðarkjarna.

Vinnustofan er hluti af hönnunarferli útveggjanna, þar sem útveggjaframleiðandinn, Staticus, og hönnuðir meðferðarkjarna, Corpus3, komu saman og unnu í sameiningu að ýmsum úrlausnum.

„Vinnan gengur vel og spennandi tímar fram undan í þessu stóra verkefni. Okkar áætlanir eru þær að uppsetning útveggja meðferðarkjarnans muni hefjast á haustmánuðum 2023,“ segir Bergþóra Smáradóttir, verkefnastjóri á framkvæmdasviði Nýs Landspítala