Kynningarfundir á SAk um útboð fullnaðarhönnunar
Nýlega fóru fram kynningarfundir á Sjúkrahúsinu á Akureyri í tengslum við lokað hönnunarútboð. Fulltrúar þeirra fimm hönnunarhópa sem eru nú að vinna að tillögum mættu á kynningarfund og kynntu sér vel aðstæður á fyrirhuguðum byggingarstað. Þau teymi sem eru þátttakendur í útboðinu eru:
- Arkþing Nordic
Exa nordic
Lota ehf.
Myrra hljóðstofa - EFLA
ASK arkitektar
Ratio arkitekter - Mannvit
Arkís arkitektar - Verkís
TBL arkitektar
JCA Ltd
Brekke & Strand - Teiknistofan Tröð
Teknik verkfræðistofa
TKM hönnun
Örugg verkfræðistofa
Hljóðvist
Kanon arkitektar ehf
Þá var fundur með matsnefndinni þar sem matsnefndin fór yfir útboðsgögnin og matslíkanið. Matsnefndina skipa:
- Kristján Þór Júlíusson, formaður matsnefndar
- Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri SAk
- Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri
- Lilja Stefánsdóttir, ráðgjafi LSH
- Helgi Davíð Ingason, verkefnastjóri NLSH
Undirbúnings og umsjónaraðilar matsnefndar eru Signý Stefánsdóttir verkefnastjóri NLSH og Sigríður Sigurðardóttir, sviðsstjóri hönnunarsviðs NLSH ásamt Gunnari Líndal Sigurðssyni, verkefnastjóra á sviði rekstrar og klíniskrar stoðþjónustu SAk.
Innkaupastjóri verkefnisins er Indriði Waage frá NLSH.