Málþing á vegum Spítalans okkar

8. maí 2024

Á 10 ára afmæli samtakanna Spítalans okkar þann 23. apríl sl. var haldið málþing þar sem sjónum var beint að framtíð Landspítala. Runólfur Pálsson, forstjóri LSH flutti erindið Nýr Landspítali í augnsýn; Áhrif á starfsemi næstu ára. Þá sagði Jón Hilmar Friðriksson, forstöðumaður hjá LSH frá málefnum sem snerta tækni í erindinu Tækninýjungar í nýjum Landspítala og Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH fjallaði um næstu framtíðarverkefni í erindinu Fjölmörg byggingar- og þróunarverkefni næstu árin. Nánar er hægt að fræðast um Spítalann okkar á vef samtakanna.

Sjá nánar hérna