Fréttir


Rannsóknahúsið senn í augnsýn

15. maí 2024

Framkvæmdir við nýtt rannsóknahús eru vel á veg komnar og gert er ráð fyrir að byggingin verði sjáanleg frá Hringbraut þegar líða tekur á sumarið og haustið.

Um þessar mundir er unnið við ásteypulög og undirstöður byggingarinnar sem eru þannig úr garði gerðar að tryggja stöðugleika hússins ef stórir jarðskjálftar ríða yfir.

Rannsóknahúsið verður um 17 þúsund m2 að stærð og mun hýsa alla rannsóknastarfsemi Landspítala.