Samningsundirskrift vegna uppsetningar vinnulagna í meðferðarkjarna og bílakjallara

13. október 2023

NLSH ohf. og Þelamörk ehf. undirrituðu þann 11.október samning vegna uppsetningar á vinnulögnum, raf – og pípulagnir, í meðferðarkjarna og bílakjallara undir Sóleyjartorgi.

Samninginn undirritaði f.h. NLSH ohf., Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri og frá Þelamörk ehf, Marinó Þórisson.

Rafkerfið skiptist í aðal- og vararafkerfi á dísilrafstöð og er ætlað fyrir vinnutengla, vinnulýsingar og rafbúnað vegna hitakerfa, lyfta o.s.frv.

Pípulagnir eru í aðalatriðum frárennslislagnir innanhúss og í jörðu, dælustöð fyrir fráveitu, neysluvatnskerfi, hitakerfi og hreinlætiskerfi.

Kerfin eru ætluð til notkunar á meðan á framkvæmdum stendur við endanlegan frágang bygginga, en verða þá tekin niður. Samningurinn nær ekki til reksturs kerfanna, breytingar og aðlögun á framkvæmdatíma bygginga né niðurtekt í verklok.

13-10-2023-innri