Starfsfólk frá Sjúkraliðafélagi Íslands í heimsókn

15. janúar 2024

Starfsfólk frá Sjúkraliðafélagi Íslands kom í heimsókn á árlegum starfsdegi félagsins þann 11.janúar síðastliðinn.  Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, kynnti verkefni félagsins  og svaraði fyrirspurnum. Að því loknu var farið í skoðunarferð um framkvæmdasvæðið undir leiðsögn Árna Kristjánssonar, byggingarstjóra NLSH.

 „Eins og kunnugt er þá er Landspítalinn fjölmennasti vinnustaður landsins. Áhugi starfsfólks Sjúkraliðafélagsins um framkvæmdirnar leyndi sér ekki, enda eru sjúkraliðar næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins. Um 600 sjúkraliðar starfa á hinum ýmsu deildum spítalans og því skiptir uppbygging Nýs Landspítala verulegu máli fyrir stéttina,” segir Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands.

15.1-2024-innri-gildir