Starfsmenn FSRE í heimsókn

6. desember 2023

Í síðustu viku komu starfsmenn frá FSRE í heimsókn. Tilgangur heimsóknarinnar var að styrkja tengsl og miðla upplýsingum. Starfsmenn FSRE fengu almenna kynningu á verkefnum Nýs Landspítala og þar sem aðal áherslan að þessu sinni var á framkvæmdaþátt verkefnanna. Einnig var stutt kynning á sértækum lausnum framkvæmdasviðs við áætlunargerð og framvinduskráningu framkvæmdaverka og öðru því sem Nýr Landspítali hefur þróað við rekstur verkanna.

„Starfsmenn framkvæmdasviðs FSRE fóru í vettvangsferð til NLSH við Hringbraut þar sem sviðsstjóri framkvæmda kynnti áætlaðar og yfirstandandi framkvæmdir á svæðinu. Heimsókninni lauk með göngu um framkvæmdasvæðið og inn í uppsteyptan meðferðarkjarna. Þetta var virkilega upplýsandi kynning og vettangsskoðun,“ segir Örn Baldursson deildarstjóri á framkvæmdasviði FSRE.