Starfsmenn við stafræna þróun LSH í heimsókn

17. apríl 2024

Þann 12.apríl kom fríður hópur starfsmanna Landspítala í heimsókn en þau starfa öll við stafræna þróun.

Kynning var haldin á verkefnum NLSH þar sem Gísli Georgsson, verkefnastjóri, kynnti helstu byggingaverkefni, Björg Guðjónsdóttir, verkefnastjóri, kynnti innkaup á tækjabúnaði og á lækningatækjum og í lokin var komið að Hannesi Þór Bjarnasyni með lokaerindið um hugbúnaðarmál. Að kynningum loknum var haldið í skoðunarferð þar sem Árni Kristjánsson,staðarverkfræðingur, leiddi hópinn um framkvæmdasvæðið ásamt Kristjáni Sturlaugssyni verkefnastjóra.

Mikil ánægja ríkti með heimsóknina enda viðraði ágætlega til útiveru.

20240412_144155