Tvö af fjórum tilboðum í byggingu sjúkrahótels undir kostnaðaráætlun

22. október 2015

Í dag voru opnuð tilboð í verklegar framkvæmdir við byggingu nýs Landspítala. Um er að ræða byggingu sjúkrahótels og lóðaframkvæmdir, s.s. gerð göngustíga og grænna svæða ásamt annarri jarðvinnu. Bygging sjúkrahótelsins er hluti af fyrsta áfanga byggingar nýs Landspítala við Hringbraut.

Fjögur tilboð bárust í verkið frá eftirtöldum aðilum:


1. LNS Saga og LNS AS
2. Jáverk ehf
3. Ístak hf
4. Íslenskir aðalverktakar hf


Kostnaðaráætlun verksins er kr.1.911.612.513


Lægsta tilboðið var frá LNS Saga og LNS AS, eða kr. 1.833.863.753 sem er 4% undir kostnaðaráætlun. Íslenskir aðalverktakar hf voru einnig með tilboð undir kostnaðaráætlun, eða kr. 1.909.918.407. Tilboð Jáverks ehf er kr. 1.961.346.191 og Ístaks hf kr. 2.105.105.397

Í framhaldinu verður farið yfir tilboðin áður en endanleg niðurstaða fæst.

Fundargerð tilboðsfundarins má sjá á heimasíðu Ríkiskaupa