Unnið að greinargerð um framtíðarþjónustu nýs Landspítala við Hringbraut

18. nóvember 2021

Í grein heilbrigðisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, í Morgunblaðinu í dag er vikið að uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut.

Fjallað er um Hringbrautarverkefnið og um samning sem gerður hefur verið við alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið McKinsey en það fyrirtæki vinnur nú að gerð skýrslu um framtíðarþjónustu nýs Landspítala við Hringbraut.

“Þessi kortlagning á framtíðarþjónustu Landspítala er mikilvæg til þess að þjóðarsjúkrahúsið geti sem best sinnt sínu hlutverki”, segir Svandís.

Von er á að McKinsey skili skýrslu um verkefnið um miðjan desember næstkomandi.