Vegna umræðu um nýjan Landspítala við Hringbraut

29. ágúst 2012

Vegna umræðu um fyrirhugaða stækkun Landspítala við Hringbraut og stærð húsnæðis þar, vill Nýr Landspítali ohf. koma upplýsingum á framfæri.

Núverandi byggingar spítalans við Hringbraut, sem notaðar verða til framtíðar, eru 56 þúsund fermetrar. Að auki er Háskóli Íslands með starfsemi í Læknagarði. 

Í fyrsta áfanga er áformað að byggja 76 þúsund fermetra á árunum 2013 til 2018 fyrir spítalastarfsemi. 

Í fyrsta áfanga stækkunar spítalans verður flutt starfsemi úr Fossvogi og fleiri stöðum, alls 44 þúsund fermetrar. 

Viðbótarbyggingarmagn Landspítala á þessum árum er því áætlað 32 þús. fermetrar. 

Stærð bygginga Landspítala eftir fyrsta áfanga verður 132 þúsund fermetrar sem er 27,4% aukning á rými frá því sem er í dag á lóð Landspítala og á öðrum starfstöðvum sem falla niður. 

Heildarbyggingamagn svæðisins samkvæmt deiliskipulagstillögu sem er nú er til umfjöllunar er um 290 þúsund fermetrar, ofan- og neðanjarðar. 

Bílastæði verða að stórum hluta neðanjarðar. Þá er heildarbyggingamagn án bílastæða 237 þúsund fermetrar. Byggð á lóðinni sem tilheyrir Háskóla Íslands eða annað úthlutað af Reykjavíkurborg er 48 þúsund fermetrar. 

Mögulegt er að byggja í síðari áföngum um 56 þúsund fermetra fyrir spítalann. Byggingar Landspítala geta því mest orðið 188 þúsund fermetrar. 

Nýtingarhlutfall lóðarinnar verður 1,6, án bílastæðahúsa ofanjarðar en heildarnýtingarhlutfall ofanjarðar verður 1,73. 

Nýr Landspítali hefur engar heimildir til að byggja 290.000 fermetra, en skv. lögum nr. 64/2010 mun Alþingi fjalla um núverandi byggingaráform í fyrsta áfanga, 76.000 fermetra, áður en gengið er til samninga við framkvæmdaraðila með hliðsjón af deiliskipulagi. 

Frekari upplýsingar varðandi byggingamagn Nýs Landspítala(undir liðnum Nýr Landspítali - helstu stærðir