Vinna við innanhússfrágang hafin í meðferðarkjarna

8. apríl 2024

Nú í upphafi apríl eru mörg verkefni í gangi og ekki síst að búið sé að steypa síðustu steypu meðferðarkjarna og nýr kafli hafinn þegar vinna við frágang er komin á fulla ferð,

„Merkum áfanga var náð í meðferðarkjarna þegar síðasta steypan var lögð í lok mars. Með áfanganum hefst nýr kafli í byggingunni. Samhliða uppsetningu á útveggjakerfi og fljótlega hefst frágangur á þaki er 1. áfanginn í undirbúningi, sem er innanhússfrágangur í kjöllurum hússins. Á næstunni er áætlað að lokafrágangur hefjist á fleiri stöðum í húsinu, ásamt verkþáttum sem snúa að nokkrum af fjölmörgum lagnakerfum hússins,“ segir Árni Kristjánsson staðarverkfræðingur NLSH.