Aðalfundur Nýs Landspítala ohf. 2023

2. maí 2023

Aðalfundur Nýs Landspítala ohf, var haldinn föstudaginn 28. apríl 2023 og hófst hann kl. 11:30. Lögð var fram skýrsla stjórnar um störf félagsins á árinu 2022 og ársreikningar fyrir árið 2022 sem voru áritaðir af stjórn 29.mars og endurskoðaðir af Ríkisendurskoðun. Eftir umræður voru ársreikningar samþykktir samhljóða.

Kosning til stjórnar

Aðalmenn í stjórn voru kosin Dagný Brynjólfsdóttir, Finnur Árnason og Sigurður H. Helgason. Varamenn voru kosnir Guðmann Ólafsson, Steinunn Sigvaldadóttir og Guðrún Birna Finnsdóttir. Stjórnin er óbreytt milli ára.

Fulltrúi hluthafa á aðalfundinum, Steinunn Sigvaldadóttir, þakkaði fyrir góðan fund og einnig stjórn og starfsmönnun félagsins fyrir góð störf á árinu og óskaði félaginu heilla og fluttar voru góðar kveðjur frá fjármála- og efnhagsráðherra.

Finnur Árnason stjórnarformaður

Á stjórnarfundi nýrrar stjórnar, sem haldinn var strax að loknum aðalfundarstörfum, var Finnur Árnason kosinn stjórnarformaður.

Á mynd: Sigurður H. Helgason stjórnarmaður, Dagný Brynjólfsdóttir stjórnarmaður, Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH og Finnur Árnason stjórnarformaður.