Heimsókn skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar Reykjavíkurborgar

3. maí 2023

Þann 28.apríl komu í heimsókn starfsmenn frá skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar Reykjavíkurborgar. Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs NLSH tók á móti hópnum og kynnti helstu byggingaverkefni félagsins og að því loknu var boðið upp á skoðunarferð um framkvæmdasvæðið. Heimsóknin var afar vel heppnuð og mikil ánægja og eftirvænting meðal gesta.

„Þetta var sérlega vel heppnuð heimsókn. Uppbygging spítalans hefur marga snertifleti við samgöngumál hjá borginni og þess vegna var afar fróðlegt að fá að koma á kynninguna og ekki síður að sjá hversu umfangsmikið framkvæmdasvæðið er orðið. Það var mjög athyglisvert að fá að sjá hvernig umferðarkerfið verður í nýjum spítala og svo afar ánægjulegt að sjá hvað vinnubúðirnar eru snyrtilegar eins og um framtíðarbúðir væri að ræða,“ segir Kristinn Jón Eysteinsson á skrifstofu samgöngustjóra sem var einn gesta.