Afhending útboðsgagna vegna uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi

26. júní 2020

Útboðsgögn vegna uppsteypu á stærstu byggingu Hringbrautarverkefnisins, nýjum meðferðarkjarna, verða afhent þátttakendum í lokuðu útboði næstkomandi mánudag.

Fimm fyrirtæki hafa þegar metin hæf til að annast framkvæmdina, Eykt, Íslenskir aðalverktakar, Ístak, ÞG verktakar og Rizzani De Eccher S.P.A. – Rizzani De Eccher Ísland ehf. og Þingvangur ehf., sem bjóða saman í verkið.

Áætlaðar magntölur eru þannig að mótafletir eru 220.000 fm., steypa, veggir, rammar og súlur eru 25.000 rm. og plötusteypa er 30.000 rm.

Gert er ráð fyrir 11.400 tonnum af bendistáli. Stærð meðferðarkjarnans er um 69.000 fm. og rúmmál hans 311.000 rm.

Uppsteypuverkefnið stendur yfir í tvö og hálft ár og síðan tekur fljótlega við innivinna..

Áætlað er að heildarframkvæmdum á Hringbrautarsvæðinu verði lokið 2025-2026.

Á mynd er grunnur við nýtt þjóðarsjúkrahús.