Alaskareiturinn hverfisverndaður

30. október 2020

Vinnubúðareitur Hringbrautarverkefnisins er hverfisverndaður í samþykktu deiliskipulagi, þá sá hluti reitsins sem grenitrén prýða. Hann stendur þar sem gróðrarstöðin Alaska stóð á sínum tíma þaðan sem fjölmargir landsmenn eiga góðar minningar.

NLSH gætir þess að allar trjáfellingar og lagfæringar séu með réttmætum hætti, en laga hefur þurft trjálundinn til sem er eins og vin í eyðimörk. Haft er samband og leitað heimilda hjá Garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar, en embættið hefur sýnt verkinu mikinn áhuga. 

Einnig hefur verið leitað álits hjá skógarfræðingi og öðrum sérfróðum aðilum.

Allt er gert til þess að trjálundurinn fái að njóta sín til framtíðar og geti um leið nýst sem vinalundur, en ekki hvað síst til minningar um eitt af upphafsverkum garðyrkjureksturs í Reykjavík með opnum söluskála fyrir borgarbúa.

Nánar í frétt á mbl.is í dag