Fréttir


Fagaðilar frá Þýskalandi í heimsókn

22. maí 2023

Þann 17.maí komu í heimsókn fjölmennur hópur frá Þýskalandi sem voru fulltrúar frá félagasamtökunum VDBUM sem er félag byggingariðnaðar, umhverfis- og vélaverkfræði og faglegt hagsmunafélag og vettvangur fagfólks í byggingariðnaði. Meðlimir eru einnig sérfræðingar, háskólakennarar og fulltrúar félagasamtaka. Aðalskrifstofan í Bremen/Stuhr, með 17 félagsstöðvar.

Sigríður Sigurðardóttir, sviðsstjóri hönnunarsviðs NLSH, sá um kynninguna og að henni lokinni var framkvæmdasvæðið skoðað undir stjórn Steinars Þórs Bachmann og Árna Kristjánssonar á framkvæmdasviði.

„Þetta var mjög fræðandi heimsókn. Og allir voru ánægðir og mjög heillaðir af þessu stóra verkefni,” segir Brigitte Visbeck leiðsögumaður og talsmaður hópsins.

Thjodv-innriThjodv-innri-nr-2