Framkvæmdastjórn Landspítala heimsækir NLSH

19. maí 2023

Þann 16.maí heimsóttu fulltrúar framkvæmdastjórnar Landspítala framkvæmdasvæði NLSH við Hringbraut.

Stjórn NLSH tók á móti gestum og framkvæmdastjóri NLSH fór yfir verkefni NLSH.

Eftir umræður fór Ólafur Birgisson staðartæknifræðingur með hópinn í göngu um framkvæmdasvæðið.

Forstjóri Landspítalans, Runólfur Pálsson, þakkaði fyrir ánægjulega og upplýsandi heimsókn. Framkvæmdastjórnin tók undir orð forstjórans að það væru spennandi tímar framundan.

Á mynd: framkvæmdastjórn Landspítala