Heimsókn nemenda í læknisfræði við Háskóla Íslands

16. maí 2023

Þann 12.maí komu í heimsókn hópur nemenda í læknisfræði við Háskóla Íslands.

Gísli Georgsson, verkefnastjóri á tækni og þróunarsviði kynnti verkefni Nýs Landspítala og að því loknu var farið í skoðunarferð þar sem Erlendur Árni Hjálmarsson verkefnastjóri á þróunarsviði sýndi nemendunum framkvæmdasvæðið.

Mikil ánægja ríkti í hópnum með heimsóknina sem er orðin árlegur viðburður og tilhlökkunarefni meðal nemenda.

„Læknanemar þakka fyrir góðar móttökur og ánægjulega heimsókn á verðandi Landspítala. Kynnt var fyrir okkur skipulag lóðarinnar og farið yfir hlutverk og byggingar nýja spítalans. Umfjöllunin um meðferðarkjarnann var einkum áhugaverð, þá sérstaklega deildarskiptingin og sú háþróaða tækni sem er nauðsynleg fyrir nútíma sjúkrahús. Með þessu stóra verkefni fylgja áskoranir en fróðlegt var að sjá hvernig NLSH mun tækla þær, t.d. kælikerfi spítalans sem undirbúningur fyrir hlýnun jarðar. Einnig fékk hópurinn að fara í vettvangsferð niður Burknagötu og klæddist flottum öryggisbúnaði. Gaman var að sjá þær framfarir sem hafa orðið seinustu ár í persónu en ekki af lesstofunni," er haft eftir fulltrúaráði Læknadeildar Háskóla Íslands.

Laeknanemar_minus_dosirs