Forval að samkeppni um listaverk við nýjan Landspítala

15. maí 2023

NLSH stendur fyrir lokaðri samkeppni um listaverk þar sem myndlistarmönnum býðst kostur á að taka þátt í forvali að samkeppni um listaverk. Samkeppnissvæðið er Sóleyjartorg, aðalaðkomutorg meðferðarkjarnans, ásamt anddyri byggingarinnar. Sóleyjartorg nær frá aðalbyggingu gamla Landspítalans yfir að miðgötu svæðisins, Burknagötu.

Í samkeppninni er lögð er áhersla á að listaverkið verði hluti af heildarhönnun almenningsrýmisins í kringum nýja Landspítalann og verði áberandi kennileiti svæðisins. Með listaverkum er átt við hvers konar fasta og lausa listmuni, svo sem veggverk unnin beint á veggi, lágmyndir, höggmyndir og aðra listræna fegrun. Sérstaklega er óskað eftir tillögum að listaverkum sem geta verið eiginlegur byggingarhluti, að hluta eða í heild, og órjúfanlegur hluti af byggingunni eða umhverfi hennar.

Morgunblaðið fjallar um 30.4 um listaverkasamkeppnina þar sem rætt er við Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóra NLSH um þetta skemmtilega verkefni.

Umfjöllun mbl. má sjá hér

Ítarlegri upplýsingar má finna á vefsvæði NLSH