Fimm vilja hanna og byggja bílastæða- og tæknihús Nýja Landspítalans

7. október 2020

Opnað var fyrir umsóknir í forvali um þátttökurétt í lokuðu alútboði á fullnaðarhönnun og byggingu bílastæða- og tæknihúss, þann 6. október sl. Bílastæðahluti hússins er um 16.900 m² eða 540 -570 bílastæði. Tæknirými m.a. vegna varaaflskerfa er um 2.300 m² og geymslur 500 m². Nýr Landspítali ohf. stefnir að útboði hússins innan nokkurra mánaða og að jarðvinna geti hafist á árinu 2021. Fimm hópar skiluðu inn umsóknum vegna forvalsins, en þeir eru:

· Ístak með Arkþing Nordic og Eflu.

· ÍAV með Batterínu og Verkís.

· Eykt með Tark og VSÓ.

· ÞG verktakar með Arkís, Mannvit.

· Rizzani de Eccher með Þingvang, Urban arkitektum, Wim de Bruijn, Brekke & Strand, Verkfræðistofu Reykjavíkur og Örugg verkfræðistofu.

 

Forvalsnefnd Nýs Landspítala ohf. mun skila niðurstöðum 21. október um hæfis- og hæfnismat, en heimilt er skv. forvalsgögnum að heimila allt að fimm þátttakendum boð í útboðinu. Þeir umsækjendur forvals sem er boðin þátttaka í alútboðinu munu skila í framhaldi af því inn tillögum og tilboði í hönnun og byggingu bílastæða- og tæknihússins í samræmi við útboðsgögn. Niðurstöður forvals gilda í sex mánuði.