Fiskinet nýtt í öryggisvarnir

2. júlí 2021

Í nýju tölublaði Fiskifrétta er greint frá því hvernig NLSH hefur notað net til að hylja veggina í húsgrunni meðferðarkjarnans. Um er að ræða nætur sem áður voru notaðar í skipunum Venusi og Víkingi. Með þessari ráðstöfun fá netin nýtt hlutverk í endurnýjun lífdaga auk þess að stuðla að öryggi starfsmanna sem vinna í grunninum.

Meðfylgjandi mynd sýnir vel hvernig nótin hylur þverhníptan vegginn að norðanverðu.

Sjá frétt