Fréttir


Fjárlagafrumvarp næsta árs kynnt, auknar fjárveitingar til byggingar Nýs Landspítala

13. september 2023

Í fjár­laga­frum­varpi  ríkisstjórnarinnar fyrir 2024, sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti 12.september, kemur fram að stærsta framkvæmdin í frumvarpinu er bygging Nýs Landspítala.

Fjárheimild til verkefnisins er aukin um 10,5 milljarða og verður tæplega 24 milljarðar kr. á árinu. Einnig kemur fram að nýr spítali muni gjörbylta aðstöðu í heilbrigðisaðstöðu í landinu.

Nánar um fjármálaáætlunina má nálgast hér á vef stjórnarráðsins.

Forsíðumynd úr frétt mbl.is.